Félagar í HSSR smelli á þennan hnapp!

Rauntíma yfirlit yfir bjargir

Svörun gefur bækistöðvarhópum hjálparsveita færi á að fá nákvæmt yfirlit yfir þá félaga sem eru á leið í hús. Þannig er mögulegt að byrja strax að skipta fólki í hópa þótt allir félagar séu ekki mættir.

Einföld og aðgengileg hópaskipting

Þegar félagar hafa sent SMS og tilkynnt um mætingu eða skráð sig sem mættir í hús, er hægt að hefjast handa við að skipta upp í hópa. Það er gert með einfaldri skjámynd á borðtölvu eða handhægri spjaldtölvu.

Nákvæmar skýrslur í lok útkalls

Svörun skilar góðum skýrslum um mætingu og hvernig fyrstu hópar úr húsi voru skipaðir. Það minnkar umtalsvert vinnu félaga í bækistöðvarhópum og eykur samræmi og nákvæmni í skjölun á útköllum.